Ipswich Town er meðal úrvalsdeildarfélaga sem hafa verið orðuð við enska varnarmanninn Ben Godfrey.
Godfrey er 26 ára gamall og samningsbundinn Atalanta á Ítalíu, en honum hefur ekki tekist að sanna sig hjá félaginu.
Atalanta keypti varnarmanninn fyrir rúmlega 10 milljónir evra síðasta sumar en Godfrey hefur ekki staðist væntingar og aðeins komið við sögu í fimm leikjum með félaginu.
Ipswich er talið vera mjög áhugasamt, en Tottenham og Wolves hafa einnig verið orðuð við Godfrey.
Atalanta myndi lána hann út tímabilið með kaupmöguleika eftir að hafa keypt hann frá Everton fyrir hálfu ári síðan.
Athugasemdir