Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   lau 04. janúar 2025 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reykjavíkurmótið: Skoraði fernu í stórsigri á ungum Víkingum
Bergvin Fannar Helgason
Bergvin Fannar Helgason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR 6-1 Víkingur R.
1-0 Guðjón Máni Magnússon ('14 )
2-0 Bergvin Fannar Helgason ('18 )
2-1 Jóhann Kanfory Tjörvason ('24 )
3-1 Bergvin Fannar Helgason ('46 )
4-1 Guðjón Máni Magnússon ('50 )
5-1 Bergvin Fannar Helgason ('71 )
6-1 Bergvin Fannar Helgason ('75 )

Stór hluti byrjunarliðs Víkings gegn ÍR á Reykjavíkurmótinu í kvöld var skipað leikmönnum úr 2. flokki. Daníel Hafsteinsson spilaði sinn fyrsta leik og Halldór Smári Sigurðsson var fyrirliði.

Þetta var brött brekka fyrir ungu mennina en staðan var 2-1 í hálfleik þar sem Bergvin Fannar Helgason skoraði fyrsta mark sitt af fjórum í 6-1 sigri.

ÍR fer á toppinn í A riðli, upp fyrir Fjölni og Leikni sem gerðu jafntefli fyrr í dag.

Næsti leikurinn í riðlinum fer fram fimmtudaginn 9. janúar þegar Leiknir fær ÍR í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner