Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   lau 04. janúar 2025 17:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Willum innsiglaði sigur Birmingham
Mynd: Getty Images
Willum Þór Willumsson skoraði þegar Birmingham lagði Wigan í þriðju efstu deild á Englandi í dag.

Willum hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu á tímabilinu en Chris Davies, þjálfari liðsins, hefur verið duglegur að rótera liðinu í jólatörninni en Willum hefur byrjað alla leikina.

Hann skoraði þriðja markið í 3-0 sigri í dag en Birmingham er á toppnum með 53 stig. Alfons Sampsted hefur ekki verið í hópnum síðan í byrjun nóvember.

Kristófer Jónsson spilaði allan leikinn í 3-0 sigri Triestina gegn Union Clodiense í C deildinni á Ítalíu. Triestina er í næst neðsta sæti með 16 stig eftir 21 umferð, þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum.

Jason Daði Svanþórsson spilaði rúmlega 80 mínútur þegar Grimsby tapaði 3-1 gegn Bradford í fjórðu efstu deild á Englandi. Grimsby er í 9. sæti með 37 stig eftir 25 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner