Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   fös 03. janúar 2025 18:00
Elvar Geir Magnússon
Udogie frá í sex vikur
Destiny Udogie.
Destiny Udogie.
Mynd: EPA
Vinstri bakvörðurinn Destiny Udogie hjá Tottenham verður frá í um sex vikur vegna meiðsla aftan í læri.

Þessi 22 ára ítalski leikmaður hefur spilað 23 leiki með Tottenham á tímabilinu.

Ange Postecoglou stjóri Tottenham segir að þessi tíðindi gætu þýtt að Sergio Reguilon fái fleiri spilmínútur.

„Það er ekkert leyndarmál að það eru margir varnarmenn frá og nú verður Destiny frá í einhvern tíma. Ég er viss um að Reguilon fái fleiri tækifæri," segir Postecoglou.

Tottenham, sem er í ellefta sæti, mætir Newcastle klukkan 12:30 á morgun. Rodrigo Bentancur tekur enn og aftur út leikbann en Djed Spence snýr aftur eftir bann.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 8 5 28 26 +2 29
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Ipswich Town 20 4 6 10 19 33 -14 18
17 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
18 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner