Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 26. desember 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Verðum að sýna það innan vallar
Mynd: EPA

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill að sínir menn haldi áfram að spila jafn vel og þeir gerðu fyrir HM-hléð. Frábær spilamennska skilaði Arsenal í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem liðið er með fimm stiga forystu á Englandsmeistara Manchester City eftir 14 umferðir.


Arsenal tekur á móti West Ham United í Lundúnaslag á Emirates í lokaleik dagsins. Þar getur Arsenal komið sér í tímabundna 8 stiga forystu með sigri, á meðan Hamrarnir leita að kærkomnum stigum fyrir harkið í neðri hluta deildarinnar.

„Við höfum rætt mikið um að halda áfram að spila eins góðan fótbolta og við gerðum fyrir hlé og núna verðum við að sýna það innan vallar. Við vitum hversu mikilvægt það er að byrja á sterkum sigri á heimavelli," sagði Arteta.

„Annar í jólum er alltaf mjög sérstakur og mikilvægur dagur í ensku úrvalsdeildinni. Þessi dagur hefur verið afar mikilvægur í sögu deildarinnar gegnum árin. Við búumst við frábærri stemningu sem við ætlum að nýta til hins ítrasta."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 27 19 7 1 64 26 +38 64
2 Arsenal 26 15 8 3 51 23 +28 53
3 Nott. Forest 26 14 5 7 44 33 +11 47
4 Chelsea 27 13 7 7 52 36 +16 46
5 Man City 26 13 5 8 52 37 +15 44
6 Newcastle 26 13 5 8 46 36 +10 44
7 Bournemouth 27 12 7 8 45 32 +13 43
8 Brighton 27 11 10 6 44 39 +5 43
9 Fulham 27 11 9 7 40 36 +4 42
10 Aston Villa 28 11 9 8 40 45 -5 42
11 Brentford 26 11 4 11 47 42 +5 37
12 Crystal Palace 27 9 9 9 35 33 +2 36
13 Tottenham 26 10 3 13 53 38 +15 33
14 Everton 26 7 10 9 29 33 -4 31
15 Man Utd 26 8 6 12 30 37 -7 30
16 West Ham 26 8 6 12 30 47 -17 30
17 Wolves 27 6 4 17 37 56 -19 22
18 Ipswich Town 26 3 8 15 24 54 -30 17
19 Leicester 26 4 5 17 25 59 -34 17
20 Southampton 27 2 3 22 19 65 -46 9
Athugasemdir
banner
banner