Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 26. desember 2022 19:08
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Arsenal og West Ham: Saliba klár í slaginn
Eddie Nketiah er fremsti maður hjá Arsenal
Eddie Nketiah er fremsti maður hjá Arsenal
Mynd: EPA
Arsenal og West Ham mætast á Emirates-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni klukkan 20:00 í kvöld. Franski varnarmaðurinn William Saliba er klár í slaginn með Arsenal, aðeins átta dögum eftir að hafa verið á bekknum í úrslitaleik HM.

Mikel Arteta gerir ekki margar breytingar á liðinu. Kieran Tierney er í vinstri bakverðinum en Oleksandr Zinchenko er frá vegna meiðsla.

Stærsta breytingin er auðvitað að Gabriel Jesus er frá og kemur Eddie Nketiah inn fyrir hann.

Michail Antonio byrjar sem fremsti maður hjá West Ham en hann var að glíma við smávægileg meiðsli í kálfa fyrir leikinn. Kurt Zouma er ekki með eftir að hafa gengist undir aðgerð. Tilo Kehrer verður í miðverði og Vladimir Coufal í hægri bakverðinum.

Arsenal: Ramsdale; White, Saliba, Gabriel, Tierney; Partey, Xhaka; Saka, Odegaard, Martinelli; Nketiah

West Ham: Fabianski; Coufal, Dawson, Kehrer, Cresswell; Rice, Soucek; Bowen, Paqueta, Benrahma; Antonio
Athugasemdir
banner
banner