Matheus Cunha samdi við Wolves í gær en þessi 23 ára gamli brasilíski framherji gengur til liðsins frá Atletico Madrid eftir áramót.
Cunha hefur mikla trú á Julen Lopetegui stjóra Wolves.
„Ég þekki hann þar sem við höfum spilað 3-4 fjórum sinnum gegn hvor öðrum. Hann er magnaður þjálfari með stórt hugarfar. Hann sagði mér að hann væri að fara til Wolves og að félagið væri með stórt verkefni og ég tók því, ég hef mikla trú á því og ég hef trú á honum, leikmönnunum og félaginu," sagði Cunha.
Hann veit að það er verk að vinna.
„Þetta eru ekki bestu aðstæðurnar til að stíga inn í. Við þurfum fleiri stig en ég hef trú á félaginu og stjóranum, hugarfarinu hans og hann á margt ógert hér í Wolves með leikmönnunum en gæði leikmannana eru rosaleg. Hann er líka frábær manneskja svo allt þetta mun koma Wolves þangað sem Wolves þarf að vera."