Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 26. desember 2022 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Bruyne: Haaland er heltekinn af mörkum
Mynd: EPA

Norski framherjinn Erling Haaland hefur komið af gríðarlegum krafti inn í ensku úrvalsdeildina en hann hefur skorað 18 mörk í 13 leikjum í deildinni og 24 mörk í 19 leikjum í öllum keppnum fyrir Manchester City.


Samherji hans hjá City, Kevin de Bruyne, telur að hann gæti orðið markahæsti leikmaður sögunnar.

„Það er erfitt að bera saman mismunandi framherja því þeir eru allir svo mismunandi. Þeir spila sömu stöðuna en sumir eru sterkir, aðrir eru gríðarlega hraðir og geta skorað mörk að vild. Haaland hefur ekki gert það því hann er enn ungur. Aðrir hafa skorað 300-400 mörk. Haaland er heltekinn af mörkum svo hann gæti mögulega farið yfir það," sagði De Bruyne.

„Hann hefur þegar skorað um 200 mörk  svo hann getur eflaust skorað 600, 700 eða 800 mörk ef hann helst heill og gerir það sem hann gerir. Ég ber þá ekki saman því ég lít ekki þannig á fótbolta. Haaland er topp klassa framherji. Það er ekki sanngjarnt að bera þá saman því sumir eru í upphafi ferilsins, aðrir að enda eða á miðjum ferlinum."

Cristiano Ronaldo hefur skorað flest mörk með félagsliðum og landsliði en hann er með 819 mörk. Lionel Messi hefur skorað 793 mörk. Haaland er þegar kominn með 200 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner