Miðvörðurinn efnilegi Giorgio Scalvini er eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu en Atalanta hefur enga löngun til að selja hann í janúar.
Manchester City og FC Bayern hafa verið nefnd til sögunnar ásamt Atletico Madrid en Atalanta harðneitar að selja.
Ítalska félagið hefur verið að glíma við mikil meiðslavandræði í varnarlínunni og Scalvini því fengið mikið af tækifærum. Hann virðist vera á góðri leið með að vinna sér inn byrjunarliðssæti og er kominn með eitt mark í tíu deildarleikjum á tímabilinu.
Scalvini er aðeins 19 ára gamall og er samningsbundinn Atalanta til 2027 eftir að hafa skrifað undir nýjan samning fyrr í haust. Hann hefur verið mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Ítalíu og á þrjá A-landsleiki að baki fyrir þjóð sína þrátt fyrir ungan aldur og mikla samkeppni um stöður.
„Við ætlum ekki að selja hann í janúar, það er ekki möguleiki. Hann er táknmynd akademíunnar okkar og við viljum halda honum," sagði Antonio Percassi, forseti Atalanta.
Kólumbíumaðurinn Luis Muriel á þó aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Atalanta eins og markvörðurinn Marco Sportiello. Þeir eru þeir einu sem geta yfirgefið félagið á frjálsri sölu næsta sumar.