Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 26. desember 2022 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Arsenal og West Ham: Ödegaard bestur
Norski leikmaðurinn Martin Ödegaard var besti maður Arsenal er liðið vann West Ham, 3-1, á Emirates-leikvanginum í kvöld. Sky Sports sér um einkunnagjöf leikmanna.

Ödegaard lagði upp tvö mörk fyrir Arsenal í leiknum og fær 8 fyrir frammistöðuna, en þeir Bukayo Saka og Eddie Nketiah fá einnig 8 í kvöld.

Jarrod Bowen, Declan Rice og Said Benrahma voru bestir í liði West Ham með 7 í einkunn.

Arsenal: Ramsdale (6), White (7), Saliba (6), Gabriel (6), Tierney (6), Partey (7), Xhaka (7), Odegaard (8), Saka (8), Martinelli (7), Nketiah (8).
Varamenn: Zinchenko (6).

West Ham: Fabianski (6), Coufal (6), Dawson (6), Kehrer (6), Cresswell (6), Soucek (6), Rice (7), Paqueta (6), Bowen (7), Benrahma (7), Antonio (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner