Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah var besti maður vallarins er Liverpool vann Aston Villa, 3-1, á Villa Park í kvöld. Sky Sports gefur leikmönnum einkunnir eftir leik.
Salah kom Liverpool á bragðið eftir sendingu frá Andy Robertson áður en Salah lagði síðan upp annað markið fyrir Virgil van Dijk eftir hornspyrnu.
Ollie Watkins minnkaði muninn í byrjun síðari hálfleiks áður en hinn 18 ára gamli Stefan Bajcetic tryggði sigur Liverpool.
Fjórir leikmenn Liverpool fá 8 frá Sky Sports. Það eru þeir Virgil van Dijk, Andy Robertson, Mohamed Salah og Stefan Bajcetic.
Aston Villa: Olsen (7), Young (7), Konsa (6), Mings (6), Digne (7), Luiz (7), Kamara (7), McGinn (7), Buendia (7), Watkins (7), Bailey (6).
Liverpool: Alisson (7), Alexander-Arnold (7), Matip (6), Van Dijk (8), Robertson (8), Fabinho (7), Thiago (6), Henderson (7), Oxlade-Chamberlain (6), Nunez (7), Salah (8).
Varamenn: Elliott (6), Keita (6), Gomez (6), Bajcetic (8).
Athugasemdir