Argentíski markvörðurinn Emi Martinez fær auka frí eftir að hafa orðið heimsmeistari með þjóð sinni á HM í Katar á dögunum. Hann er ekki í leikmannahópi Aston Villa sem mætir Liverpool.
Martinez hefur farið hamförum eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn og fagn hans með verðlaununum hefur sérstaklega vakið athygli.
Unai Emery var spurður út í það í aðdraganda leiksins í kvöld.
„Þegar það eru miklar tilfinningar í gangi er stundum erfitt að hafa stjórn á þeim, ég mun spjalla við hann í vikunni um eitthvað af þessum fögnum. Ég virði hann núna þar sem hann er með landsliðinu en þegar hann verður á okkar ábyrgð mun ég ræða við hann," sagði Emery.
Athugasemdir