Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 26. desember 2022 16:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Dramatík í botnslagnum - Fulham vann níu Palace menn

Newcastle er komið upp í 2. sæti deildarinnar eftir þægilegan sigur á Leicester í dag.


Chris Wood skoraði fyrsta mark leiksins á 3. mínútu en markið kom úr vítaspyrnu, Miguel Almiron bætti öðru markinu við aðeins fjórum mínútum síðar og brekkan orðin ansi brött fyrir Leicester.

Joelinton gerði út um leikinn eftir rúmlega hálftíma leik þegar hann skoraði þriðja mark leiksins en þannig var staðan í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var öllu rólegri og mörkin urðu ekki fleiri.

Brighton vann góðan 3-1 sigur á Southampton en staðan var 2-0 í hálfleik. Solly Marsch bætti þriðja markinu við snemma í síðari hálfleik.

James Ward-Prowse klikkaði á vítaspyrnu en náði frákastinu og klóraði í bakkann fyrir Palace.

Crystal Palace lenti í allskonar vandræðum með Fulham en staðan var 1-0 Fulham í vil í hálfleik og Palace manni færri eftir að Tyrick Mitchell var rekinn af velli.

James Tomkins fékk síðan sitt annað gula spjald eftir tæplega klukkutíma leik þegar hann virtist slá til Aleksander Mitrovic og Palace því orðnir tveimur færri.

Tveimur fleiri skoraði Fulham tvö mörk og því 3-0 sigur staðreynd. 

Það var dramatík í botnslagnum þar sem Everton fékk Wolves í heimsókn. Staðan var 1-1 allt þar til fimm mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Þá skoraði Rayan Ait-Nouri og tryggði Úlfunum sigurinn og lyfti liðinu upp í 16. sæti aðeins stigi á eftir Everton sem er í sætinu fyrir ofan.

Crystal Palace 0 - 3 Fulham
0-1 Bobby Reid ('31 )
0-2 Tim Ream ('71 )
0-3 Aleksandar Mitrovic ('80 )
Rautt spjald: ,Tyrick Mitchell, Crystal Palace ('34)James Tomkins, Crystal Palace ('57)

Everton 1 - 2 Wolves
1-0 Yerry Mina ('7 )
1-1 Daniel Podence ('22 )
1-2 Rayan Ait Nouri ('90 )

Leicester City 0 - 3 Newcastle
0-1 Chris Wood ('3 , víti)
0-2 Miguel Almiron ('7 )
0-3 Joelinton ('32 )

Southampton 1 - 3 Brighton
0-1 Adam Lallana ('14 )
1-1 Romain Perraud ('35 , sjálfsmark)
1-2 Solly March ('56 )
2-2 James Ward-Prowse ('73 )
2-2 James Ward-Prowse ('73 , Misnotað víti)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 27 19 7 1 64 26 +38 64
2 Arsenal 26 15 8 3 51 23 +28 53
3 Nott. Forest 26 14 5 7 44 33 +11 47
4 Chelsea 27 13 7 7 52 36 +16 46
5 Man City 26 13 5 8 52 37 +15 44
6 Newcastle 26 13 5 8 46 36 +10 44
7 Bournemouth 27 12 7 8 45 32 +13 43
8 Brighton 27 11 10 6 44 39 +5 43
9 Fulham 27 11 9 7 40 36 +4 42
10 Aston Villa 28 11 9 8 40 45 -5 42
11 Brentford 26 11 4 11 47 42 +5 37
12 Crystal Palace 27 9 9 9 35 33 +2 36
13 Tottenham 26 10 3 13 53 38 +15 33
14 Everton 26 7 10 9 29 33 -4 31
15 Man Utd 26 8 6 12 30 37 -7 30
16 West Ham 26 8 6 12 30 47 -17 30
17 Wolves 27 6 4 17 37 56 -19 22
18 Ipswich Town 26 3 8 15 24 54 -30 17
19 Leicester 26 4 5 17 25 59 -34 17
20 Southampton 27 2 3 22 19 65 -46 9
Athugasemdir
banner
banner