Kvennadeild Liverpool er búin að krækja í Gemma Bonner, 31 árs varnarmann sem bar fyrirliðabandið er Liverpool vann efstu deild kvenna 2013 og 2014.
Bonner hefur síðan þá unnið enska bikarinn með Manchester City og SheBelieves æfingamótið með enska landsliðinu, þar sem hún á ellefu leiki að baki.
Bonner lék yfir 100 leiki fyrir Liverpool áður en hún skipti til Man City en á síðustu leiktíð lék hún með Racing Louisville í efstu deild kvenna í Bandaríkjunum.
Liverpool er nýkomið aftur upp í efstu deild og er Bonner gríðarlega spennt að vera komin aftur heim.
„Þetta er sérstök stund fyrir mig. Það var erfitt að yfirgefa félagið þegar ég gerði það en ég vissi það alltaf innra með mér að einn daginn myndi ég snúa aftur til Liverpool. Þetta virðist vera rétt tímasetning," sagði Bonner.
„Liðið er að gera góða hluti eftir að hafa komist aftur upp í efstu deild. Vonandi get ég komið inn og lagt mitt af mörkum í framþróun félagsins."
Liverpool er aðeins komið með 8 stig eftir 9 umferðir í efstu deild en aðeins eitt lið fellur úr deildinni og vermir Leicester botnsætið sem stendur, án stiga.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Chelsea W | 14 | 13 | 1 | 0 | 40 | 7 | +33 | 40 |
2 | Manchester Utd W | 14 | 10 | 3 | 1 | 27 | 6 | +21 | 33 |
3 | Arsenal W | 14 | 9 | 3 | 2 | 34 | 9 | +25 | 30 |
4 | Manchester City W | 14 | 9 | 1 | 4 | 34 | 18 | +16 | 28 |
5 | Brighton W | 14 | 5 | 3 | 6 | 20 | 25 | -5 | 18 |
6 | Tottenham W | 14 | 5 | 2 | 7 | 19 | 31 | -12 | 17 |
7 | Liverpool W | 14 | 4 | 3 | 7 | 13 | 24 | -11 | 15 |
8 | West Ham W | 14 | 4 | 2 | 8 | 17 | 26 | -9 | 14 |
9 | Everton W | 14 | 3 | 4 | 7 | 12 | 22 | -10 | 13 |
10 | Leicester City W | 14 | 3 | 3 | 8 | 9 | 19 | -10 | 12 |
11 | Aston Villa W | 14 | 2 | 4 | 8 | 15 | 27 | -12 | 10 |
12 | Crystal Palace W | 14 | 1 | 3 | 10 | 12 | 38 | -26 | 6 |