Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 26. desember 2022 23:12
Brynjar Ingi Erluson
Greiða í mesta lagi 44 milljónir punda fyrir Gakpo
Enska félagið Liverpool er að landa hollenska sóknarmanninum Cody Gakpo frá PSV Eindhoven. Hann þykir einn mest spennandi leikmaður Evrópu um þessar mundir en verðmiðinn á honum er ekki eins hár og marga hafði grunað.

PSV staðfesti samkomulag milli félagsins og Liverpool um kaup og sölu á Gakpo.

Í tilkynningunni kemur fram að kaupverðið verði ekki gefið upp en enskir fjölmiðlar eru með áreiðanlegar heimildir fyrir því að verðmiðinn sé 37 milljónir punda.

Kaupverðið getur mest hækkað upp í 44 milljónir punda ef öllum skilyrðum er mætt, en ekki 50 milljónir punda eins og hafði verið nefnt fyrr í kvöld.

Liverpool þurfti á sóknarmanni að halda þar sem Diogo Jota og Luis Dáiz verða frá fram í mars og þá hefur byrjun Darwin Nunez hjá Liverpol gengið brösuglega, þá sérstaklega fyrir framan markið.


Athugasemdir
banner
banner