Enska félagið Liverpool er að landa hollenska sóknarmanninum Cody Gakpo frá PSV Eindhoven. Hann þykir einn mest spennandi leikmaður Evrópu um þessar mundir en verðmiðinn á honum er ekki eins hár og marga hafði grunað.
PSV staðfesti samkomulag milli félagsins og Liverpool um kaup og sölu á Gakpo.
Í tilkynningunni kemur fram að kaupverðið verði ekki gefið upp en enskir fjölmiðlar eru með áreiðanlegar heimildir fyrir því að verðmiðinn sé 37 milljónir punda.
Kaupverðið getur mest hækkað upp í 44 milljónir punda ef öllum skilyrðum er mætt, en ekki 50 milljónir punda eins og hafði verið nefnt fyrr í kvöld.
Liverpool þurfti á sóknarmanni að halda þar sem Diogo Jota og Luis Dáiz verða frá fram í mars og þá hefur byrjun Darwin Nunez hjá Liverpol gengið brösuglega, þá sérstaklega fyrir framan markið.
Final fee for Gakpo, add-ons included, will be no more than €50m (£44m) I'm told. #LFC
— Neil Jones (@neiljonesgoal) December 26, 2022
Athugasemdir