Þýski þjálfarinn og fyrrum fótboltamaðurinn Jupp Heynckes er búinn í hjartaaðgerð og hafði betur í þeirri baráttu.
Heynckes var lykilmaður hjá Borussia Mönchengladbach og þýska landsliðinu áður en hann tók meðal annars við FC Bayern og Real Madrid sem þjálfari.
„Þetta er búinn að vera versti tími lífs mins," segir hinn 77 ára gamli Heynckes. „Úrslitakeppni HM reyndist alltof mikið fyrir mig.
„Þetta voru ömurlegar vikur á spítalanum. Ég gat ekkert sofið og svo leið tíminn ótrúlega hægt. Mér leið eins og píslarvotti."
Heynckes lifði af margfalda hjáveituaðgerð í seinni hluta nóvember og tók því rólega næstu vikurnar.
„Ég sagði við konuna að ég héldi að Argentína yrði heimsmeistari og ég var mjög ánægður fyrir hönd Messi. Hann er eins og pabbi með sonum sínum þegar maður horfir á landsliðið keppa."