Allan Saint-Maximin leikmaður Newcastle hefur verið mikið frá vegna meiðsla á þessari leiktíð en hann missti af síðustu tveimur leikjum liðsins fyrir HM hléið.
Hann spilaði rúman hálftíma í bikarsigri liðsins gegn Bournemouth í vikunni en Eddie Howe segir að það sé algjör hörmung fyrir liðið þegar Saint-Maximin er frá.
„Fyrir mér er það hörmung þegar Saint-Maximin er ekki til taks því hann er einstakur og hefur tækni sem enginn varnarmaður vill mæta. Hann er risastór fyrir okkur, þú sást það um leið og hann steig inn á völlinn gegn Bournemouth (á þriðjudaginn í bikarnum). Hann er besti maðurinn á boltanum í deildinni," sagði Howe.
Hann hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum í deildinni á þessari leiktíð, skorað eitt mark og lagt upp þrjú.
Athugasemdir