Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er kominn í eins leiks bann í Belgíu eftir að hann nældi sér í fimmta gula spjald tímabilsins í 1-1 jafnteflinu gegn Club Brugge í dag.
Jón Dagur var í byrjunarliði Leuven en hann náði sér í spjald eftir tuttugu mínútur.
Þetta var fimmta gula spjaldið sem hann fær í deildinni á þessu tímabili og er því kominn í eins leiks bann.
Þjálfari Leuven skipti sóknarmanninum af velli í hálfleik í stöðunni 1-0 fyrir Brugge en Leuven tókst að jafna metin í þeim síðari og sótti því eitt stig.
Jón Dagur hefur verið með líflegustu leikmönnum Leuven á tímabilinu en hann er með þrjú mörk í sextán leikjum í deildinni til þessa. Þetta er því högg fyrir Leuven sem verður án Jóns í leik liðsins gegn Kortrijk þann 8. janúar næstkomandi.
Athugasemdir