Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 26. desember 2022 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Maður þarf bara að komast í gegnum þessa kafla
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með margt í leik sinna manna í 3-1 sigrinum á Aston Villa í kvöld.

Liverpool var tveimur mörkum yfir gegn Villa í hálfleik og var Klopp sérstaklega ánægður með þann fyrri.

„Þetta var frábær frammistaða í erfiðum leik. Við erum óaðfinnanlegir í fyrri hálfleiknum.“

„Villa átti sín augnablik en við vorum rosalega góðir. Ég var hrifinn af því sem ég sá. Við sögðum við þá í hálfleik að við gætum gert betur og eina vandamálið sem ég sá í seinni var að við misstum oft af síðasta skrefinu og það upp úr engu.“


Liverpool fékk mark á sig í byrjun síðari hálfleiks en tókst að loka leiknum undir lokin með marki frá spænska táningnum Stefan Bajcetic — hans fyrsta mark fyrir Liverpool.

„Villa keyrði á okkur og það er eðlilegt í heimaleikjum. Við vissum að það myndi gerast og maður þarf bara að komast í gegnum þessa kafla. Við gátum skorað þriðja markið fyrr en það er allt í lagi og ég elskaði allt við þriðja markið.“

„Hann er rosalega lúmskur og hefur ekki áhyggjur af neinu. Hann spilar bara fótbolta og það gerir hann sérstaklega vel. Pabbi hans var fótboltamaður þannig genin eru til staðar en líka viðhorfið, vitundin og fótboltagáfur. Það er heiður að vinna með þessum strákum,“
sagði Klopp í lokin.
Athugasemdir
banner
banner