Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 26. desember 2022 22:06
Brynjar Ingi Erluson
PSV staðfestir samkomulag við Liverpool um Gakpo
Hollenska félagið PSV Eindhoven staðfesti í kvöld samkomulag við Liverpool um kaup og sölu á hollenska sóknarmanninum Cody Gakpo.

Gakpo, sem er 23 ára gamall, skoraði þrjú mörk fyrir hollenska landsliðið á HM í Katar, en hann hefur verið með allra bestu leikmönnum hollensku deildarinnar síðustu ár.

Fyrr í kvöld bárust fréttir af því að Liverpool væri að nálgast samkomulag við PSV um kaup á Gakpo og nú hefur það verið staðfest af hollenska félaginu.

Liverpool kaupir Gakpo á 37 milljónir punda en kaupverðið hækkar upp í 50 milljónir punda ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

„PSV hefur komist að samkomulagi við LFC um Cody Gakpo. Þessi 23 ára framherji heldur nú til Englands þar sem hann mun ganga frá helstu smáatriðum áður en gengið verður frá félagaskiptunum,“ segir í yfirlýsingu PSV.


Athugasemdir
banner
banner