Cristiano Ronaldo er að færas nær Al-Nassr í Sádi-Arabíu en nú er búið að bóka tíma fyrir hann í læknisskoðun. Þetta herma heimildir CBS Sport.
Ronaldo hefur eytt síðustu dögum í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabía, en hann er í viðræðum við Al-Nassr.
Portúgalski sóknarmaðurinn hefur verið án félags síðasta mánuðinn eftir að hann náði samkomulagi við Manchester United um að rifta samningnum.
Topp félögin í Evrópu voru ekkert sérstaklega áhugasöm um að fá Ronaldo inn og hefur hann því ákveðið að sækja peninginn í Sádi-Arabíu.
CBS Sport greinir frá því að búið sé að bóka tíma í læknisskoðun fyrir Ronaldo og er þá vonast til að ganga frá skiptunum fyrir áramót.
Ronaldo verður langlaunahæsti leikmaður heims þegar hann skrifar undir hjá félaginu en hann mun þéna allt að 200 milljónir evra á ári. Samningurinn er til sjö ára, þar sem hann mun spila í tvö og hálft ár og verður síðan sérstakt andlit þjóðarinnar sem reynir að landa HM 2030.
Athugasemdir