Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 26. desember 2022 14:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Shelvey frá í 4-6 vikur - Wilson veikur
Mynd: EPA
Það hefur verið mikið um meiðslavandræði í leikmannahópi Newcastle á tímabilinu en talið er að Jonjo Shelvey verði frá næstu fjórar til sex vikurnar.

Newcastle mætir Leicester í dag og Callum Wilson verður einnig fjarverandi vegna veikinda. Þá er Allan Saint-Maximin meiddur.

Saint-Maximin og Shelvey hafa báðir misst úr stóran hluta af tímabilinu nú þegar vegna meiðsla.

Þrátt fyrir það hefur Eddie Howe gert magnaða hluti með liðið sem situr í 3. sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner