Spænski táningurinn Stefan Bajcetic var að skora sitt fyrsta mark fyrir aðallið Liverpool og kom um leið Liverpool í 3-1 gegn Aston Villa á Villa Park.
Bajcetic, sem hafði komið inná sem varamaður fyrir Jordan Henderson tæpum tveimur mínútum áður skoraði af stuttu færi eftir að hafa farið framhjá Robin Olsen og síðan klobbað Tyrone Mings áður en boltinn fór inn.
Hans fyrsta mark fyrir aðalliðið og þvílíkt augnablik. Hann er svo sannarlega að tryggja sigurinn með þessu marki.
Hægt er að sjá það hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir