Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 26. desember 2022 17:49
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu stórkostlega sendingu Alexander-Arnold í marki Salah
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, sýndi enn og aftur hvers hann er megnugur er Liverpool komst í 1-0 gegn Aston Villa á Villa Park.

Liverpool átti hornspyrnu sem var hreinsuð frá. Alexander-Arnold mætti boltanum og tók stórkostlega utanfótarsendingu inn fyrir vörnina á Andy Robertson sem var kominn inn í teig. Hann kom boltanum til hliðar á Mohamed Salah sem skoraði af öryggi.

Ekki byrjar það vel fyrir Unai Emery og hans menn, en markið má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Salah
Athugasemdir
banner
banner
banner