Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, sýndi enn og aftur hvers hann er megnugur er Liverpool komst í 1-0 gegn Aston Villa á Villa Park.
Liverpool átti hornspyrnu sem var hreinsuð frá. Alexander-Arnold mætti boltanum og tók stórkostlega utanfótarsendingu inn fyrir vörnina á Andy Robertson sem var kominn inn í teig. Hann kom boltanum til hliðar á Mohamed Salah sem skoraði af öryggi.
Ekki byrjar það vel fyrir Unai Emery og hans menn, en markið má sjá hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hjá Salah
Athugasemdir