Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 26. desember 2022 13:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Brentford skutu föstum skotum á Kane - „Toney hefði skorað"

Brentford er marki yfir í hálfleik gegn Tottenham í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir HM hléið en Vitaly Janelt skoraði markið.


Harry Kane framherji Tottenham skoraði úr vítaspyrnu í 2-1 tapi Englands gegn Frakklandi í 8 liða úrslitum á HM en hann fékk tækifæri til að skora úr annarri og jafna metin en skaut hátt yfir.

Stuðningsmenn Brentford skutu föstum skotum á Kane í upphafi leiks og sungu um það að Ivan Toney framherji liðsins hefði skorað úr þessu víti.

Toney var valinn í landsliðshópinn í aðdraganda HM en kom ekkert við sögu og á enn eftir að spila landsleik. Hann var ekki valinn í lokahópinn.


Athugasemdir
banner
banner