Brentford er marki yfir í hálfleik gegn Tottenham í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir HM hléið en Vitaly Janelt skoraði markið.
Harry Kane framherji Tottenham skoraði úr vítaspyrnu í 2-1 tapi Englands gegn Frakklandi í 8 liða úrslitum á HM en hann fékk tækifæri til að skora úr annarri og jafna metin en skaut hátt yfir.
Stuðningsmenn Brentford skutu föstum skotum á Kane í upphafi leiks og sungu um það að Ivan Toney framherji liðsins hefði skorað úr þessu víti.
Toney var valinn í landsliðshópinn í aðdraganda HM en kom ekkert við sögu og á enn eftir að spila landsleik. Hann var ekki valinn í lokahópinn.
"Ivan Toney, he would've scored that!" is the first chant of the day, directed firmly at Spurs and England captain Kane.
— Ron Walker (@ronnabe) December 26, 2022
Christmas cheer lasting long in west London.