Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
   sun 27. ágúst 2017 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Þór um lætin: Pétur átti að hafa tekið harkalega í Brynjar Björn
Davíð Þór Viðarsson í leik með FH
Davíð Þór Viðarsson í leik með FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH í Pepsi-deild karla, var afar ósáttur með 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í kvöld. Hann var afar ósáttur með dómgæsluna undir lok leiks.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 FH

FH komst yfir undir lok fyrri hálfleiks er Alex Þór Hauksson kom boltanum í eigið net en það var dramatík undir lokin er Hólmbert Aron Friðjónsson jafnaði metin í uppbótartíma.

FH-ingum fannst brotið á Gunnari Nielsen í aðdraganda marksins auk þess sem Davíð fannst brotið á Cédric D'Ullivo.

„Það að missa þennan leik niður í jafntefli er það sem við erum ósáttir við og hvernig jöfnunarmarkið kom," sagði Davíð.

„Það var brotið fyrst á Cédric þegar hann hoppaði upp í skallaboltann. Hann tók hann næstum því úr treyjunni og svo fór Óli Kalli með sólann á undan sér í boltann með Gunna en samkvæmt mínum skilningi á knattspyrnureglunum er þetta aukaspyrna."

Stjörnumenn voru á þeirri skoðun að þeir hafi verið betri aðilinn í leiknum.

„Það er þeirra skoðun og ég hef ekkert um það að segja. Þetta var jafn leikur og þeir öflugri en við í fyrri hálfleik en við náðum inn þessu marki og það var ekkert í spilunum að þeir myndu jafna í seinni hálfleik er ekki bara sanngjarnt að þetta hafi farið jafntefli."

„Þetta er hrikalega svekkjandi við vorum ekki búnir að spila vel. Við vorum í Evrópuleik á fimmtudaginn og erfitt ferðalag á föstudaginn og vorum bara þéttir í seinni hálfleik. Þeir sköpuðu sér lítið af færum þá en mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn en svekkjandi að fá mark á sig í uppbótartíma."


Valur er nú á toppnum með 37 stig, sjö stiga forystu á Stjörnunni sem er í öðru sæti. FH er svo með 25 stig í þriðja sæti, með tvo leiki til góða. Staða Vals er því afar góð fyrir lokaumferðirnar.

„Það hlýtur að vera. Þeir eru með mjög gott forskot á toppnum og þurfa að klúðra ansi miklu svo að titillinn fari ekki til þeirra," sagði hann ennfremur.

Mikil læti brutust út í leikslok þar sem Davíð reifst við Brynjar Björn Gunnarsson, sem er partur af þjálfarateymi Stjörnunnar, auk þess sem aðrir aðilar blönduðust inn í rifrildið. Pétur Viðarsson fékk rautt spjald þegar búið var að flauta leikinn af.

„Hann á að hafa tekið Brynjar Björn frá harkalega í einhverju rifrildi sem ég og Brynjar vorum í. Ég var sjálfur í þessum látum og tók ekkert eftir neinum öðrum, var bara að hugsa um sjálfan mig."

„Það var hiti í mönnum og menn voru ósáttir með hitt og þetta, var þetta ekki bara skemmtilegt fyrir áhorfendur."

„Þetta byrjaði á því að ég var óánægður með það að hann hefði ekki dæmt aukaspyrnu í aðdraganda að markinu og ég lét hann vita af því. Svo komu einhverjir Stjörnumenn aðallega þjálfarateymið hjá þeim og voru að láta mig heyra það og ég lét þá heyra það og úr varð þessi þvaga sem endaði með því að Pétur fékk rautt,"
sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner