Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Marc Sörensen farinn frá Þór (Staðfest) - Siggi útskýrir brotthvarf Birkis
Lengjudeildin
Marc Rochester Sörensen
Marc Rochester Sörensen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Marc Rochester Sörensen væri á förum frá Þór.

Þessi 31 árs gamli danski miðjumaður gekk til liðs við Þór í fyrra og lék 45 leiki og skoraði sjö mörk.


Þór keypti Birki Heimisson frá Val fyrir tímabilið en hann er aftur á leið á Hlíðarenda.

„Það er svekkjandi að missa Birki, það var stefnan að fá hann og hann myndi flytja hingað og vera hérna á fullu en það gekk ekki upp af fjölskylduástæðum. Hann fer aftur í bæinn og við fyllum það skarð, það er klárt," sagði Siggi.

Alexander Már Þorláksson er einnig farinn frá félaginu en Siggi segir að hann vilji fá fimm til sex nýja leikmenn í vetur.


Siggi Höskulds fer yfir vonbrigðatímabil
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner