KA átti frábært mót í Bestu deild karla 2022 er þeir lentu í 2.sæti en núna eru þeir að reyna finna arftaka Nökkva Þórissonar sem var seldur til Beerschot í Belgíu í byrjun september.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa KA mikinn áhuga á Adami Ægi Pálssyni og eru að leggja mikla áhreslu á að sækja kappann. Adam átti frábært tímabil með Keflavík í sumar, hann skoraði 7 mörk og lagði upp 14 og sló hann í kjölfarið stoðsendingamet.
Adam er auðvitað samningsbundinn Víkingi R. en hann losnar undan samningi eftir keppnistímabilið 2023 þannig hann gæti endað á því að fara á frjálsri sölu sumarið 2023.
Það kom fram í síðustu viku að FH lagði fram tilboð í Adam sem er uppalinn í FH og verður áhugavert að sjá hvar Adam spilar á næsta tímabili.
"Þegar þú ert stoðsendingahæstur í deildinni þá hafa lið áhuga á þér"
Adam dreymir um að spila erlendis - " Það þarf að vera rétt ´move"
Athugasemdir