Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 29. desember 2022 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland ekki sammála Guardiola: Ég er tilbúinn fyrir seinni hlutann
Mynd: EPA

Erling Haaland skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Manchester City gegn Leeds í gær.


Haaland hefur fengið gott frí þar sem hann var ekki á HM í Katar. Hann missti af nokkrum leikjum fyrir hléið vegna meiðsla og Pep Guardiola stjóri City sagði að hann væri enn að komast í gott form eftir meiðsli.

Haaland gaf lítið fyrir þau ummæli og sagðist vera í frábæru formi.

„Mér líður vel. Ég var í fríi og hlóð batteríin. Ég er tilbúinn fyrir síðari hlutann á tímabilinu. Við unnum, það er frábært og það er það sem við verðum að gera. Það er frábært og það er það sem við þurfum að gera, það er aðalatriðið," sagði Haaland.

„Læknateymið hefur gert góða hluti með mig til að laga líkamann. Ég hef verið með smávægileg vandamál en nú er ég að verða miklu betri."

Sjá einnig:
Guardiola: Haaland ekki uppá sitt besta


Athugasemdir
banner
banner
banner