Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. desember 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Liverpool mun fá mest út úr Gakpo með því að spila honum vinstra megin
Cody Gakpo tekur númer 18 hjá Liverpool.
Cody Gakpo tekur númer 18 hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Hollenski sóknarleikmaðurinn Cody Gakpo verður formlega orðinn leikmaður Liverpool um leið og janúarglugginn opnar en enska félagið staðfesti komu hans í gær. Hann er keyptur frá PSV Eindhoven fyrir 35-45 milljónir punda.

Gakpo lék að mestu vinstra megin í sóknarlínunni með PSV en hefur sýnt fjölhæfni sína með hollenska landsliðinu og getur spilað í öllum stöðum sóknarlega.

„Hann er bestur þegar hann byrjar vinstra megin og kemur inn. Ég held að leikstíll Liverpool henti honum vel," segir hollenska goðsögnin Frank de Boer sem lék með Barcelona.

„Ég hef fylgst með honum undanfarin ár og hann er með mikla hæfileika og svigrúm til enn frekari bætinga. Hann á auðvelt með að skora með hægri þegar hann kemur frá vinstri til hægri. Hann er með hraðann, boltameðferðina og þá held ég að hugarfarið hans sé mjög gott."

„Þegar ég sé viðtöl við hann þá virðist hann vera mjög snjall strákur. Hann veit hvað hann vill. Hann er einn hæfileikaríkasti ungi leikmaður Hollands."

Gakpo er 23 ára, hann hefur skorað níu mörk og átt tólf stoðsendingar í fjórtán deildarleikjum fyrir PSV á þessu tímabili. Þá hefur hann skorað þrjú mörk og átt tvær stoðsendingar í fimm Evrópudeildarleikjum.

Á HM skoraði hann í öllum leikjum Hollands í riðlakeppninni; gegn Senegal, Ekvador og Katar.
Athugasemdir
banner
banner