Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. desember 2022 14:26
Elvar Geir Magnússon
Mac Allister hefur áhuga á að fara til Juventus
Alexis Mac Allister.
Alexis Mac Allister.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja að Juventus hafi mikinn áhuga á því að fá argentínska miðjumanninn Alexis Mac Allister frá Brighton. Sagt er að Mac Allister sjálfur hafi áhuga á að fara til Tórínó.

Mac Allistere er 24 ára var frábær með Argentínu á HM. Hann skoraði gegn Póllandi og átti stoðsendingu í sigrinum gegn Frakklandi í úrslitaleiknum.

La Gazzetta dello Sport segir að Juventus vilji fá nýjan miðjumann í leikmannahóp sinn. Félagið býr sig undir að Adrien Rabiot fari í sumar og þá vill það selja Weston McKennie.

Brighton hefur sagt ljóst að Mac Allister sé eftirsóttur en hann er metinn á 42 milljónir evra.

Í slúðurpakkanum í morgun er sagt að auk Juventus hafi Liverpool, Benfica og Borussia Dortmund öll áhuga á Mac Allister.
Athugasemdir
banner