Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 30. júlí 2024 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Hrefna afgreiddi Fylki
Stjarnan vann nauman sigur í Árbæ
Stjarnan vann nauman sigur í Árbæ
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Fylkir 0 - 1 Stjarnan
0-1 Hrefna Jónsdóttir ('10 )
Lestu um leikinn

Hrefna Jónsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar í 1-0 sigrinum á Fylki í 15. umferð Bestu deildar kvenna á Würth-vellinum í Árbæ í kvöld.

Stjörnukonur komu sér í dauðafæri strax á 2. mínútu er Jessica Ayers fékk boltann í gegn. Hún óð að marki en setti boltann rétt framhjá úr frábæru færi.

Eina mark leiksins kom átta mínútum síðar. Stjörnukonur fengu hornspyrnu sem hafnaði í stönginni og var Hrefna rétt kona á réttum stað. Gott mark hjá henni og annað mark hennar í deildinni.

Fylkiskonur komu sér betur inn í leikinn á lokakafla fyrri hálfleiks. Eva Rut Ásþórsdóttir, fyrirliði Fylkis, átti tilraun rétt framhjá og þá átti Helga Guðrún Kristinsdóttir skalla sem Erin McLeod varði aftur fyrir endamörk stuttu síðar.

Á 40. mínútu var Hulda Hrund Arnarsdóttir hársbreidd frá því að skora stórfurðulegt mark. Hún átti skot frá miðjuboganum sem Tinna Brá Magnúsdóttir virtist vera með í teskeið, en hún missti boltann í stöng og fékk hann síðan í sig. Heppnin var þó með henni. Hefði verið afskaplega klaufalegt.

Guðrún Karitas Sigurðardóttir fékk tvö fín færi sitt hvoru megin við hálfleikinn. Undir lok fyrri hálfleiks skaut hún boltanum rétt framhjá og síðan aftur í byrjun síðari úr mjög góðu færi eftir klaufagang í teignum.

Hálftíma fyrir leikslok áttu Stjörnukonur sláarskot en eftir það róaðist leikurinn töluvert.

Gestirnir náðu að halda út og fögnuðu naumum 1-0 sigri í Árbæ.

Stjarnan er áfram í 6. sæti með 19 stig en Fylkir í næst neðsta sæti með 9 stig.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner