Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 31. janúar 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eto'o sakaður um ýmislegt vafasamt í starfi sínu
Samuel Eto'o.
Samuel Eto'o.
Mynd: Getty Images
Samuel Eto'o, fyrrum sóknarmaður Barcelona og Inter, er nú sakaður um ýmsa vafasama hluti í starfi sínu sem formaður knattspyrnusambands Kamerún.

Eto'o, sem var frábær sóknarmaður á sínum tíma, hefur gegnt starfi formanns í Kamerún frá því í desember 2021.

Nýverið var send inn skýrsla til siðanefndar FIFA þar sem hann er sakaður um hagræðingu úrslita, um að dreifa fölsuðum upplýsingum, um hótanir, um að hvetja til ofbeldis og að misnota vald sitt.

Fyrrum varaformaður knattspyrnusambandsins í Kamerún sendi skýrsluna inn til FIFA og er verið að rannsaka málið.

Eto'o hefur umdeildur síðustu ár en hann var dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik árið 2022. Hann er þá sendiherra veðmálafyrirtækisins 1XBET á meðan hann er formaður knattspyrnusambandsins í Kamerún. Það verður fróðlegt að sjá hvernig FIFA bregst við þessum ásökunum gagnvart honum.

Athugasemdir
banner
banner