Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   þri 31. desember 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Delap orðinn „allt önnur skepna"
Mynd: EPA
Liam Delap, framherji Ipswich, átti frábæran leik þegar liðið vann sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu í gær. Liðið mætti Chelsea en Delap skoraði og lagði upp í 2-0 sigri.

Kieran McKenna, stjóri Ipswich, var himinnlifandi með frammistöðu Delap í leiknum en Sky Sports gaf honum tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína.

„Delap var stórkostlegur. Hann er orðin allt önnur skepna frá því í júlí. Það er mjög jákvætt þegar maður sér svona mikla bætingu frá 21 árs gömlum leikmanni, þroska og löngun til að bæta sig," sagði McKenna.

Ipswich er í 18. sæti með 15 stig aðeins stigi á eftir Wolves sem er í öruggu sæti, 17. sæti.

Athugasemdir
banner
banner
banner