Sonný Lára Þráinsdóttir er markmaður í Breiðabliki. Hún stóð í ströngu í markinu þegar liðið lék á móti Fylki. Hún er einn besti markmaður deildarinnar og getur reynst hvaða sóknarmanni sem er erfið. Hún stóð í ströngu í markinu gegn Fylki og með frammistöðunni var hún valin leikmaður 2. umferðar.
Í fyrra lékstu með Fjölni í 1. deildinni. Þú varst markmaður þar en náðir samt að skora 5 mörk fyrir liðið og verða markahæsti leikmaður þess ásamt Stellu Þóru. Hver er ástæðan fyrir því að þú skoraðir öll þessi mörk? Leynist einhver striker í þér?
Já ég vil nú meina það að ég sé mjög góður striker, ef ég væri ekki í rammanum þá væri ég klárlega upp á topp! En aftur á móti þá fengum við fimm víti síðasta sumar og ég var vítaskytta liðsins og það er ástæðan fyrir því að ég skoraði fimm stórglæsileg mörk.
Hvernig kom það til að þú tókst þá áskorun að leika með Breiðabliki?
Eftir síðasta sumar þá tókst okkur Fjölnisstelpum ekki að komast upp í Pepsí deild og mig langaði alltaf að prufa að spila aftur í efstu deild og spila meðal þeirra bestu. Þannig eftir síðasta tímabil um haustið þegar boltinn fór aftur að rúlla þá fann ég bara að nú væri rétti tíminn fyrir mig að taka skrefið ef ég ætlaði mér að spila aftur í Pepsí deild. Ég prufaði nokkrar æfingar hjá Blikunum og líkaði vel, flottur hópur og aðstaðan mjög góð þannig ég ákvað bara að slá til!
Hvernig líst þér á aðstæður og umgjörð félagsins?
Allt til fyrirmyndar hjá Blikunum. Aðstæður mjög góðar og umgjörðin frábært. Viðurkenni það að það var mjög gott að æfa inni í allan vetur en ekki úti í kuldanum.
Þú kemur til leiks í mjög góðu formi og með mikið sjálfstraust. Hverju geturðu þakkað það?
Ætli ég geti ekki þakkað þjálfurunum mínum og liðsfélögum. En ég er búin að vera dugleg að æfa í allan vetur. Fæ góða markmannsþjálfun og allir leggja sig 100% fram á æfingum þannig æfingarnar eru mjög góðar.
Hvernig finnst þér Pepsi-deildin hafa farið af stað?
Hún hefur bara rúllað vel að stað. Ég er spennt fyrir deildinni í sumar, það eru mörg góð lið. Þetta er sterk og erfið deild og það geta allir unnið alla.
Hvernig er þín tilfinning fyrir sumrinu hjá ykkur í Breiðablik?
Tilfinningin er bara mjög góð, það er góður mórall og mikil stemmning í liðinu núna og það er mjög mikilvægt að við höldum því við allt sumarið. Við getum gert flotta hluti í sumar ef við spilum rétt úr spilunum. Við ætlum okkur klárlega að vera í baráttunni um titilinn.
Hvernig fannst þér spilamennskan ykkar vera gegn Fylki síðasta þriðjudag?
Ég verð nú að viðurkenna það að við höfum alveg átt betri leik, náðum ekki alveg að sýna okkar rétta andlit, nýttum ekki færin okkar og því fór sem fór. Ætluðum okkur að sjálfsögðu að taka þrjú stig en það gekk ekki, en við fengum stig og tökum það. Annars eru bara tveir leikir búnir, þetta er rétt að byrja, við höldum bara áfram og komum brjálaðar í næsta leik.
Hvað finnst þér um að hafa verið valin leikmaður umferðarinnar?
Bara mjög skemmtilegt og heiður fyrir mig. Gaman þegar maður fær viðurkenningu fyrir að standa sig vel.
Athugasemdir