Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, er á leið í Víking R. samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Samningur Hallgríms við KA er að renna út og fjögur félög í Pepsi-deildinni hafa verið að berjast um þjónustu hans.
Samningur Hallgríms við KA er að renna út og fjögur félög í Pepsi-deildinni hafa verið að berjast um þjónustu hans.
Hallgrímur æfði með KR á dögunum en hann hefur einnig verið orðaður við Val og ÍBV.
Þessi 24 ára gamli leikmaður er hins vegar á leið í Víking en hann mun líklega skrifa undir samning við félagið í dag.
Hallgrímur Mar hefur verið lykilmaður hjá KA undanfarin ár en hann skoraði níu mörk í fyrstu deildinni í sumar og var valinn í lið ársins.
Hallgrímur hefur spilað með KA í fimm ár en hann er uppalinn hjá Völsungi.
Athugasemdir