Tímabilið hjá Man City hefur verið mikil vonbrigði og hefur liðið verið gagnrýnt fyrir að vera of gamalt.
Félagið tók til hendinni í janúar og keypti leikmenn á borð við Nico Gonzalez, Omar Marmoush og Abdukodir Khusanov sem eru 26 ára og yngri.
Félagið tók til hendinni í janúar og keypti leikmenn á borð við Nico Gonzalez, Omar Marmoush og Abdukodir Khusanov sem eru 26 ára og yngri.
Liðinu gekk sérstaklega illa undir lok árs 2024 þar sem liðið vann aðeins einn af 13 leikjum sínum. Bernardo Silva svaraði gagnrýnisröddum.
„Segðu mér hvaða leikmenn? Komdu með nöfn. Ég er þrítugur og Kovacic er þrítugur. Við erum ekki að tala um leikmenn sem eru 36 ára. Við höfum átt svona fjóra slæma mánuði og skyndilega erum við gamlir, erum við ekki nógu góðir?" Sagði Silva.
„Við höfum unnið úrvalsdeildina sex sinnum á síðustu átta árum og fyrir fjóra slæma mánuði erum við gamlir? Þetta segir fólk sem skilur ekki leikinn, hafa aldrei spilað og skilja líklega fótbolta ekki neitt."
Athugasemdir