Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 21:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Ótrúlegur sigur Nottingham Forest gegn Man Utd
Elanga setur boltann í netið
Elanga setur boltann í netið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nott. Forest 1 - 0 Manchester Utd
1-0 Anthony Elanga ('5 )

Nottingham Forest vann ótrúlegan sigur á Man Utd á heimavelli í úrvalsdeildinni í kvöld.

Bruno Fernandes fékk fyrsta tækifæri leiksins þegar hann átti skot fyrir utan teiginn eftir fjögurra mínútna leik en Mats Sels varði í horn.

Upp úr hornspyrnunni komst Nottingham Forest í hraða skyndisókn. Anthony Elanga fékk boltann og brunaði upp allan völlinn og skoraði framhjá Andre Onana og kom Forest yfir.

Eftir hálftíma leik fékk Diogo Dalot tækifæri til að jafna metin fyrir Man Utd en hann átti skalla sem fór í slá.

Rasmus Höjlund byrjaði á bekknum hjá Man Utd eftir að hafa skorað í 3-0 sigri gegn Leicester í síðustu umferð. Hann kom inn á sem varamaður strax í upphafi seinni hálfleiks og var ekki lengi að láta til sín taka.

Hann komst í gott færi een skot hans fór af varnarmanni og framhjá í horn.

Man Utd var með þónokkra yfirburði í seinni hálfleik. Ruben Amorim setti Harry Maguire inn á í fremstu víglínu undir lok leiksins, han fékk tækifæri í uppbótatíma en skallaði langt framhjá úr góðu færi.

Hann fékk svo síðasta tækifæri leiksins en Murillo bjargaði á línu og tryggði Nottingham Forest stigin þrjú.

Nottingham Forest er í 3. sæti með 57 stig, fjórum stigum á eftir Arsenal. Man Utd er í 13. sæti, tveimur stigum á eftir Crystal Palace sem á tvo leiki til góða.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 30 22 7 1 70 27 +43 73
2 Arsenal 30 17 10 3 55 25 +30 61
3 Nott. Forest 30 17 6 7 50 35 +15 57
4 Man City 30 15 6 9 57 40 +17 51
5 Newcastle 29 15 5 9 49 39 +10 50
6 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
7 Aston Villa 30 13 9 8 44 45 -1 48
8 Brighton 30 12 11 7 48 45 +3 47
9 Fulham 30 12 9 9 44 40 +4 45
10 Bournemouth 30 12 8 10 49 38 +11 44
11 Brentford 30 12 5 13 51 47 +4 41
12 Crystal Palace 29 10 10 9 37 34 +3 40
13 Man Utd 30 10 7 13 37 41 -4 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 30 7 13 10 32 37 -5 34
16 West Ham 30 9 7 14 33 50 -17 34
17 Wolves 30 8 5 17 41 58 -17 29
18 Ipswich Town 30 4 8 18 30 63 -33 20
19 Leicester 30 4 5 21 25 67 -42 17
20 Southampton 30 2 4 24 22 71 -49 10
Athugasemdir
banner