Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
banner
   þri 01. apríl 2025 11:41
Elvar Geir Magnússon
Haaland gæti verið frá í allt að sjö vikur
Haaland er kominn á meiðslalistann.
Haaland er kominn á meiðslalistann.
Mynd: EPA
Pep Guardiola stjóri Manchester City hefur fengið þær upplýsingar frá sjúkrateymi félagsins að sóknarmaðurinn Erling Haaland verði frá í fimm til sjö vikur.

„Við höfum verið óheppnir með meiðsli allt tímabilið og þetta er leiðinlegt. Vonandi jafnar Erling sig sem fyrst," segir Guardiola.

Manchester City vonast til þess að Haaland snúi aftur áður en tímabilinu lýkur og þá ætti hann að vera orðinn klár fyrir HM félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum.

Ef Manchester City vinnur Nottingham Forest í undanúrslitum enska bikarsins gæti Haaland verið tæpur að ná úrslitaleiknum þann 17. maí.

Haaland meiddist á ökkla og fór af velli í sigrinum gegn Bournemouth í bikarnum um liðna helgi. Þessi 24 ára Norðmaður hefur skorað 30 mörk í 40 leikjum á þessu tímabili.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 30 17 10 3 55 25 +30 61
3 Nott. Forest 30 17 6 7 50 35 +15 57
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 30 12 9 9 44 40 +4 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 30 10 7 13 37 41 -4 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 30 9 7 14 33 50 -17 34
17 Wolves 30 8 5 17 41 58 -17 29
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner