Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   mán 31. mars 2025 23:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikar kvenna: Selfoss endaði með fullt hús stiga
Mynd: Selfoss
Selfoss 4-0 ÍH
1-0 Björgey Njála Andreudóttir ('20 )
2-0 Eva Lind Elíasdóttir ('64 )
3-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('78 )
4-0 Björgey Njála Andreudóttir ('91 )
Rautt spjald: Olga Lind Gestsdóttir , Selfoss ('84)

Selfoss og ÍH áttust við í síðasta leik í riðli eitt í riðlakeppni Lengjudeildarinnar. Bæði lið voru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og var því efsta sætið undir.

Selfoss var með 1-0 forystu í hálfleik og Eva Lind Elíasdóttir bætti öðru markinu við eftir rúmlega klukkutíma leik. Guðmunda Brynja Óladóttir bætti þriðja markinu við undir lok leiksins og Björgey Njála Andreudóttir innsiglaði sigurinn í uppbótatíma.

Þessi úrslit höfðu lítil áhrif á stöðu liðanna að því leitinu til að þau voru búin að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar.
Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 5 5 0 0 27 - 1 +26 15
2.    ÍH 5 4 0 1 24 - 6 +18 12
3.    Álftanes 5 3 0 2 13 - 12 +1 9
4.    Fjölnir 5 2 0 3 6 - 8 -2 6
5.    KH 5 1 0 4 6 - 16 -10 3
6.    Sindri 5 0 0 5 1 - 34 -33 0
Athugasemdir
banner
banner
banner