Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
banner
   sun 30. mars 2025 18:32
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Dortmund ætlar í Evrópu - Óvænt tap í Freiburg
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru tveir leikir fram í þýska boltanum í dag, þar sem Borussia Dortmund lagði Mainz að velli í Evrópubaráttunni á meðan Union Berlin vann afar óvæntan sigur á útivelli gegn Freiburg.

Dortmund komst í þriggja marka forystu gegn Mainz þar sem Maximilian Beier skoraði tvennu og Nico Schlotterbeck lagði tvö upp. Emre Can komst einnig á blað í 3-1 sigri.

Dortmund er með 38 stig eftir 27 umferðir, fjórum stigum frá Evrópusæti. Mainz hefur verið spútnik lið deildarinnar það sem af er tímabils og situr í fjórða sæti eftir þetta tap, með 45 stig.

Freiburg tók þá forystuna í fyrri hálfleik gegn Union Berlin en gestirnir voru fljótir að jafna með marki frá Rani Khedira. Staðan 1-1 eftir jafnan fyrri hálfleik.

Gestirnir frá Berlín tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks og gerðu vel að drepa taktinn í leiknum. Heimamenn í Freiburg sköpuðu sér lítið af færum til að jafna og enduðu á að tapa óvænt á heimavelli.

Þetta er skellur fyrir Freiburg sem gat jafnað Mainz á stigum í Meistaradeildarsæti með sigri í dag. Union Berlin er átta stigum frá fallsvæðinu eftir þennan sigur.

Borussia Dortmund 3 - 1 Mainz
1-0 Maximilian Beier ('39 )
2-0 Emre Can ('42 )
3-0 Maximilian Beier ('72 )
3-1 Paul Nebel ('76 )

Freiburg 1 - 2 Union Berlin
1-0 Lucas Holer ('29 )
1-1 Rani Khedira ('30 )
1-2 Andrej Ilic ('48 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 27 20 5 2 78 26 +52 65
2 Leverkusen 27 17 8 2 62 34 +28 59
3 Eintracht Frankfurt 27 14 6 7 55 40 +15 48
4 Mainz 27 13 6 8 45 31 +14 45
5 Gladbach 27 13 4 10 44 40 +4 43
6 RB Leipzig 27 11 9 7 41 34 +7 42
7 Freiburg 27 12 6 9 37 40 -3 42
8 Augsburg 27 10 9 8 30 36 -6 39
9 Wolfsburg 27 10 8 9 49 41 +8 38
10 Dortmund 27 11 5 11 48 42 +6 38
11 Stuttgart 27 10 7 10 47 44 +3 37
12 Werder 27 10 6 11 43 53 -10 36
13 Union Berlin 27 8 6 13 25 40 -15 30
14 Hoffenheim 27 6 9 12 33 49 -16 27
15 St. Pauli 27 7 4 16 22 33 -11 25
16 Heidenheim 27 6 4 17 32 52 -20 22
17 Bochum 27 5 5 17 28 55 -27 20
18 Holstein Kiel 27 4 5 18 38 67 -29 17
Athugasemdir
banner
banner
banner