Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
banner
   mán 31. mars 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Kom í ljós hvaða númer Gylfi ber hjá Víkingi
Gylfi ber treyju númer 32 hjá Víkingi.
Gylfi ber treyju númer 32 hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur vann 5-1 sigur gegn KR í úrslitaleik Bose æfingamótsins sem fram fór á föstudag.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Víkings en hann var keyptur til félagsins frá Val, eins og hefur væntanlega ekki farið framhjá nokkrum manni.

Gylfi hefur verið með hin ýmsu númer á ferlinum en í leiknum kom í ljós að hann mun bera 32 hjá Víkingi.

Hjá Víkingum er Pablo Punyed númer 10 og Nikolaj Hansen er númer 23 en það eru númer sem við höfum séð Gylfa nota oft á ferlinum. Vangaveltur voru um það hvort hann yrði númer 18 hjá Víkingi en nú er ljóst að 32 var niðurstaðan.

Víkingur leikur gegn ÍBV í fyrstu umferð Bestu deildarinnar en hún fer af stað um næstu helgi.

Þetta eru númerin sem Gylfi hefur verið með á ferli sínum:
Shrewsbury Town - 29
Crewe Alexandra - 38
Reading - 25
Reading - 8
Hoffenheim - 11
Swansea - 42
Tottenham - 22
Swansea - 23
Everton - 18
Everton - 10
Lyngby - 18
Valur - 23
Víkingur - 32
Athugasemdir
banner
banner