Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   þri 01. apríl 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Gomes skrifar undir nýjan samning við Wolves
Joao Gomes.
Joao Gomes.
Mynd: EPA
Joao Gomes hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Wolves, með klásúlu um eitt ár til viðbótar.

Þessi 24 ára leikmaður er greinilega hæstánægður hjá Úlfunum en hann kom frá Flamengo 2023 og hefur spilað 80 leiki fyrir félagið, þar af 31 á þessu tímabili.

Úlfarnir eru í sautjánda sæti í ensku úrvalsdeildinni, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið.

„Ég er mjög ánægður því Joao er sannur liðsmaður. Hann leggur sig alltaf 100% fram á æfingum og leikjum. Hann er með gæðin til að hjálpa liðinu og félaginu að taka næsta skref," segir Vitor Pereira stjóri Wolves

„Hann er miðjumaður með líkamlegan styrk og kraft til að hlaupa í 90 mínútur. Hann er ungur og getur orðið algjör toppleikmaður."
Athugasemdir
banner
banner