Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   mán 31. mars 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Smá skrítið en klárlega framtíðin
Myndir frá því um helgina.
Myndir frá því um helgina.
Mynd: ÍBV
Mynd: ÍBV
Það eru framkvæmdir á Hásteinsvelli þessa dagana en þar á að leggja gervigras. Eyjamenn munu því spila heimaleiki sína á gervigrasi frá og með þessu sumri.

Það er óvíst hvenær framkvæmdum verður lokið en plan ÍBV hefur verið að spila fyrsta heimaleikinn á Þórsvelli sem er í nánd við Hásteinsvöll. Það er grasvöllur og þarf að gera hann leikhæfan fyrir 24. apríl þegar ÍBV leikur heimaleik gegn Fram í 3. umferð Bestu deildarinnar.

Margir Eyjamenn, sjálfboðaliðar, lögðu hönd á plóg um helgina þegar verið var að undirbúa Hásteinsvöll. Myndir af vinnunni má sjá hér að neðan.

Eyjamönnum er spáð 12. sætinu í Bestu deild karla í sumar. Þeir Arnór Eyvar Ólafsson og Hjálmar Ragnar Agnarsson voru gestir í Niðurtalningunni í síðustu viku. Þeir hituðu þar upp fyrir komandi tímabil og ræddu um Hásteinsvöll.

„Þetta er smá skrítið, þessi völlur er svo 'iconic' fyrir manni. Við fengum ekkert að æfa þarna þegar við vorum peyjar, ekki séns í helvíti, fengum ekki að snerta þetta. Svo fór maður reyndar að stunda það á Húkkaraballinu svo seinna að míga í miðjuhringinn, hefð sem maður hafði. Það er þá væntanlega bannað núna," sagði Hjálmar Ragnar og hélt áfram:

„Ég held að þetta sé klárlega framtíðin, þarna verður hægt að æfa allt árið á meðan það eru ekki 25m/s, sem er reyndar helmingurinn á árinu. Það verður hægt að spila öruggari bolta held ég. Ég veit ekki um marga sem eru brjálæðislega ósammála þessu. Af öðrum völlum landsins ólöstuðum þá var þetta langbesta gras landsins, var langfljótast að taka við sér og orðið grænt snemma. En svo þegar rigndi þá var þetta helvíti þungt."

„Þetta er náttúrulega fallegasti staður í heimi og þá eðlilega fallegasti völlur í heimi," sagði Arnór Eyvar.


Niðurtalningin - Eyjamenn koma fagnandi
Athugasemdir
banner
banner
banner