Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
banner
   mán 31. mars 2025 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikaela Nótt í FHL (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FHL hefur fengið Mikaelu Nótt Pétursdóttir á láni frá Breiðabliki.

FHL, sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis, er nýliði í Bestu deildinni eftir að hafa unnið Lengjudeildina á síðasta tímabili.

Mikaela Nótt er 21 árs varnarmaður sem á að baki 29 leiki fyrir yngri landsliðin og tvo fyrir U23 landsliðið.

Hún er uppalin hjá Haukum en skipti yfir í Val á láni fyrir tímabilið 2022. Hún skipti svo alfarið í Breiðablik fyrri tímabilið 2023 og lék með Keflavík á láni um sumarið.

Í fyrra kom hún við sögu í tíu deildarleikjum með Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hún er samningsbundin Blikum út tímabilið 2026.

Komnar
María Björg Fjölnisdóttir frá Fylki
Hope Santaniello frá Bandaríkjunum
Calliste Brookshire frá Bandaríkjunum
Aida Kardovic frá Bandaríkjunum
Mikaela Nótta Pétursdóttir frá Breiðablki (á láni)
Ólína Helga Sigþórsdóttir frá Völsungi

Farnar
Emma Hawkins til Portúgals
Deja Sandoval í FH
Samantha Smith til Breiðabliks (var á láni hjá Breiðabliki)
Ásdís Hvönn Jónsdóttir til Svíþjóðar
Kristín Magdalena Barboza í Breiðablik (var á láni)
María Del Mar Mazuecos Ruiz (var á láni)
Selena Salas í Selfoss

Samningslausar
Hafdís Ágústsdóttir (2002)
Alexa Ariel Bolton (2000)
Ársól Eva Birgisdóttir (1998)
Laia Arias Lopez (2000)
Kamilla Björk Ragnarsdóttir (2009)
Athugasemdir
banner