Ólína Ágústa Valdimarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram.
Hún er fædd árið 2005 og kemur til Fram frá uppeldisfélaginu, Stjörnunni. Ólína Ágústa lék einn deildarleik með Stjörnunni í fyrra og er nú mætt í leikmannahóp nýliðanna í Fram.
Hún þekkir vel til hjá Fram en hún lék með liðinu seinni hluta sumars þegar Fram var í Lengjudeildinni.
Hún er fædd árið 2005 og kemur til Fram frá uppeldisfélaginu, Stjörnunni. Ólína Ágústa lék einn deildarleik með Stjörnunni í fyrra og er nú mætt í leikmannahóp nýliðanna í Fram.
Hún þekkir vel til hjá Fram en hún lék með liðinu seinni hluta sumars þegar Fram var í Lengjudeildinni.
Þá spilaði hún sex leiki og skoraði tvö mörk og var mikilvægur hlekkur í árangrinum sem náðist það ár. Hún er sóknarsinnaður miðjumaður með mjög góða boltatækni, er klók og útsjónarsöm með frábæra sendingagetu. Hún hefur nú þegar spilað tvö æfingaleiki með liðinu og skorað eitt mark.
„Við erum ákaflega ánægð með að fá Ólínu aftur í bláu treyjuna og hlökkum mikið til að sjá hana bæta sig enn frekar sem leikmaður í dal draumanna," segir í tilkynningu Fram.
Fram spilar sinn fyrsta leik í Bestu deildinni gegn á útivelli gegn Þrótti þann 15. apríl.
Komnar
Lily Farkas frá Danmörku
Kam Pickett frá Bandaríkjunum
Katrín Erla Clausen frá Stjörnunni
Elaina LaMacchia frá Aftureldingu
Hildur María Jónasdóttir frá FH
Halla Helgadóttir frá FH
Ólína Ágústa Valdimarsdóttir frá Stjörnunni
Olga Ingibjörg Einarsdóttir frá Breiðabliki (var á láni hjá HK)
Una Rós Unnarsdóttir frá Grindavík
Freyja Dís Hreinsdóttir frá Fjölni
Farnar
Eva Stefánsdóttir í Val (var á láni)
Sara Svanhildur Jóhannsdóttir í Breiðablik (var á láni)
Þórey Björk Eyþórsdóttir í KR
Emma Björt Arnarsdóttir til Fylkis á láni (var á láni frá FH)
Thelma Lind Steinarsdóttir (var á láni)
Birna Kristín Eiríksdóttir í Fylki (var á láni)
Lilianna Marie Berg
Alia Skinner
Athugasemdir