Hilmir Rafn Mikaelsson, sóknarmaður íslenska U21 landsliðsins, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Viking í Stafangri strax í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar.
Hilmir lék á síðasta ári með Kristiansund í Noregi á lánssamningi frá ítalska félaginu Venezia en gekk í raðir Viking í janúar.
Hilmir lék á síðasta ári með Kristiansund í Noregi á lánssamningi frá ítalska félaginu Venezia en gekk í raðir Viking í janúar.
Hilmir jafnaði fyrir Viking í 1-1 gegn Vålerenga í gær þegar hann skoraði af stuttu færi á 62. mínútu, fimm mínútum eftir að Viking missti mann af velli með rautt spjald.
Markið dugði skammt því Vålerenga nýtti sér svo liðsmuninn og vann leikinn 3-1.
Hilmir er iðinn við kolann um þessar mundir en þessi 21 árs leikmaður skoraði í báðum vináttuleikjum U21 landsliðsins á Spáni á dögunum, í 6-1 sigrinum gegn Skotlandi og 3-0 sigrinum gegn Skotlandi. Eitt mark í hvorum leik,
Athugasemdir