Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 01. apríl 2025 20:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Draumaendurkoma hjá Saka - Sterkur sigur hjá Wolves
Leikmenn Arsenal fagna marki Bukayo Saka
Leikmenn Arsenal fagna marki Bukayo Saka
Mynd: EPA
Jörgen Strand Larsen
Jörgen Strand Larsen
Mynd: EPA
Bukayo Saka kom sterkur inn í lið Arsenal í kvöld en hann spilaði sinn fyrsta leik síðan rétt fyrir jól. Hann hefur verið að kljást við meiðsli.

Hann byrjaði á bekknum gegn Fulham á Emirates í kvöld. Bæði lið fengu tækifæri til að skora í upphafi leiks en það var Mikel Merino sem kom Arsenal yfir.

Miðjumaðurinn hefur verið að spila sem fremsti maður í meiðslakrísu Arsenal undanfarið og skoraði sitt sjötta mark þegar hann átti skot úr teignum í fjærhornið.

Jurrien Timber fékk gott tækifæri snemma í seinni hálfleik en Bernd Leno gerði vel í að koma í veg fyrir mark.

Adama Traore fékk tækifærii til að jafna metin en skot hans fór vel framhjá úr góðu færi.

Saka snéri aftur á völlinn eftir rúmlega klukkutíma leik og skoraði um tíu mínútum síðar þegar Gabriel Martinelli flikkaði boltanum á Saka sem skoraði af stuttu færi.

Rodrigo Muniz klórar sér í handabökunum að hafa ekki minnkað muninn þegar hann skallaði framhjá af örstuttufæri. Hann bætti upp fyrir það í uppbótatíma þegar hann skoraði með skoti sem fór af William Saliba og í netið en nær komust leikmenn Fulham ekki.

Saka er mættur aftur en Arsenal varð fyrir áfalli þegar brasilíski varnarmaðurinn Gabriel þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir stundafjórðung.

Arsenal er með 61 stig, níu stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Fulham er í 8. sæti með 45 stig.

Jurgen Strand Larsen tryggði Wolves sterkan sigur á West Ham. Wolves er í 17. sæti með 29 stig, fimm stigum á eftir West Ham sem er í 16. sæti.

Arsenal 2 - 0 Fulham
1-0 Mikel Merino ('37 )
2-0 Bukayo Saka ('73 )
2-1 Rodrigo Muniz ('90 )

Wolves 1 - 0 West Ham
1-0 Jorgen Strand Larsen ('21 )

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 30 22 7 1 70 27 +43 73
2 Arsenal 30 17 10 3 55 25 +30 61
3 Nott. Forest 30 17 6 7 50 35 +15 57
4 Man City 30 15 6 9 57 40 +17 51
5 Newcastle 29 15 5 9 49 39 +10 50
6 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
7 Aston Villa 30 13 9 8 44 45 -1 48
8 Brighton 30 12 11 7 48 45 +3 47
9 Fulham 30 12 9 9 44 40 +4 45
10 Bournemouth 30 12 8 10 49 38 +11 44
11 Brentford 30 12 5 13 51 47 +4 41
12 Crystal Palace 29 10 10 9 37 34 +3 40
13 Man Utd 30 10 7 13 37 41 -4 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 30 7 13 10 32 37 -5 34
16 West Ham 30 9 7 14 33 50 -17 34
17 Wolves 30 8 5 17 41 58 -17 29
18 Ipswich Town 30 4 8 18 30 63 -33 20
19 Leicester 30 4 5 21 25 67 -42 17
20 Southampton 30 2 4 24 22 71 -49 10
Athugasemdir
banner
banner