Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
banner
   þri 01. apríl 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Himnasendingin" sem lætur vel í sér heyra
Jökull lætur vel í sér heyra.
Jökull lætur vel í sér heyra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull og Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Jökull og Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson var algjör leikbreytir fyrir Aftureldingu síðasta sumar er liðið vann sér sæti í Bestu deildinni. Jökull kom frá Englandi á miðju tímabili og var algjörlega frábær fyrir liðið.

Afturelding komst í umspilið og fór með sigur af hólmi gegn Keflavík á Laugardalsvelli. Eftir að tímabilinu lauk, þá ákvað Jökull svo að skrifa undir áframhaldandi samning við uppeldisfélagið. Hann mun í sumar spila með bróður sínum, Axel Óskari, og verður fróðlegt að sjá það.

„Hann talar alveg rosalega mikið og það bergmálar allt svæðið - hann tekur svo mikið til sín," sagði Elvar Magnússon, stuðningsmaður Aftureldingar, þegar rætt var um Jökul í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net á dögunum.

„Það verður gaman að sjá hann í sumar. Hann kom með rosalega góða orku inn í hópinn og ætlaði sér upp. Ég held að hann hafi alltaf verið með þær yfirlýsingar."

„Hann talar það mikið og hátt að þegar Afturelding er á æfingum þá get ég ekki sett fimm mánaða dóttur mína út í vagn til að svæfa hana, það glymur allt svæðið. Í seinni leiknum á móti Fjölni í umspilinu, þá voru þeir að krossa boltanum mikið og hann át þetta allt saman - hann er bara skrímsli," sagði Ármann Örn Vilbergsson í þættinum.

„Hann er svo sterkur karakter inn í klefann. Það var algjör himnasending að hafa fengið hann og halda honum áfram," bætti Ármann við.
Niðurtalningin - Sögulegt sumar í Mosó
Athugasemdir
banner