Pedri, miðjumaður Barcelona, hefur verið stórkostlegur á þessu tímabili. Það sést þó ekki í tölfræðinni hvað varðar mörk og stoðsendingar en félagi hans, Gavi, hefur áður sagt að Pedri væri besti leikmaður heims í dag.
Pedri tekur hins vegar ekki sjálfur undir þau orð en hann segir að tveir aðrir leikmenn Barcelona eigi skilið að vinna Ballon d'Or verðlaunin í ár.
„Venjulega fá leikmenn Ballon d'Or verðlaunin sem skora og leggja upp, ég vil frekar að Raphinha eða Lamine vinni þetta. Þeir gera gæfumuninn. Svo framarlega sem liðið vinnur titla er ég ánægður," sagði Pedri.
Barcelona hefur átt stórkostlegt tímabil en liðið er með þriggja stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar, komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og undanúrslit spænska bikarsins.
Athugasemdir